1684
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1684 (MDCLXXXIV í rómverskum tölum) var 84. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 24. júlí - Robert de LaSalle lagði upp frá Frakklandi með stóran leiðangur í þeim tilgangi að koma upp franskri landnemabyggð við ósa Mississippifljóts.
- 7. október - Hotta Masatoshi, aðalráðgjafi Tokugawa Tsunayoshi, herstjóra í Japan, var myrtur.
- 10. desember - Edmund Halley las afleiðslu lögmála Keplers út frá kenningu Newtons um þyngdaraflið upp á fundi hjá Konunglega breska vísindafélaginu.
Ódagsettir atburðir
breyta- Ulrik Christian Gyldenløve var skipaður stiftamtmaður á Íslandi, aðeins sex ára gamall.
- Einokunarverslunin: Umdæmaverslun tók við af félagsverslun.
- Jón Hreggviðsson var dæmdur til dauða á Alþingi fyrir morð á Sigurði Snorrasyni, böðli.
Fædd
breyta- 31. mars - Francesco Durante, ítalskt tónskáld (d. 1755).
- 15. apríl - Katrín 1. keisaraynja Rússlands (d. 1727).
- 10. október - Antoine Watteau, franskur listmálari (d. 1721).
- 3. desember - Ludvig Holberg, danskur rithöfundur og leikskáld (d.1754).
Dáin
breyta- 1. apríl - Roger Williams, enskur guðfræðingur (f. 1603).
- 22. júlí - Gísli Þorláksson Hólabiskup.
- 1. október - Pierre Corneille, franskt leikskáld (f. 1606).
Opinberar aftökur
- 9. júlí - Helgu Gunnarsdóttur úr Hrútafirði í Strandasýslu, 33 ára, drekkt á Alþingi fyrir blóðskömm.[1]
- 9. júlí - Vilkin Árnason hengdur á Alþingi fyrir þjófnað og flótta úr járnum.
- 9. júlí - Guðrúnu Jónssdóttur frá Bessastöðum, 29 ára, drekkt á Alþingi fyrir dulsmál.
- 9. júlí - Sigvaldi Jónsson frá Kirkjulandshjáleigu í Rangárvallasýslu, 24 ára, hálshogginn á Alþingi fyrir morð á Ólafi nokkrum, hjáleigumanni föður síns.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Björn Höskuldsson, sem einnig var dæmdur til dauða í sama máli, komst undan á flótta, stal hesti, reið til Vestfjarða, komst um borð í ensk varðskip og hvarf þar með, að virðist, sjónum íslenskra annálaritara.
- ↑ Öll gögn um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.