1686
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1686 (MDCLXXXVI í rómverskum tölum) var 86. ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 8. janúar - Á Suðurnesjum snjóaði svo mjög á tveimur dögum að tók meðalmanni í mitti, segir í Kjósarannál.
- 22. júlí - New York-borg og Albany fengu borgarréttindi.
- 2. september - Heilaga bandalagið hrakti her Tyrkjaveldis frá Buda sem varð upphafið á endalokum tyrkneskra yfirráða í Ungverjalandi.
- 2. september - Nýr kirkjuréttur var samþykktur í Svíþjóð þar sem meðal annars var kveðið á um að allir íbúar landsins skyldu skírðir til kristinnar trúar.
Ódagsettir atburðir
breyta- Kristján 5. settist um Hamborg en þurfti frá að hverfa þar sem borgin fékk liðsstyrk frá þýsku furstunum.
- Ágsborgarbandalagið var stofnað.
- Rússland, Brandenborg, Saxland og Bæjaraland gerðust aðilar að Heilaga bandalaginu gegn Tyrkjaveldi.
- Dómur gekk um hafnarbætur á Rifi á Snæfellsnesi, en ekkert var aðhafst í málinu.
- Fyrsta Jarðabókin var gefin út á Íslandi.
- Jón Hreggviðsson kom til landsins aftur með konunglegt verndarbréf og leyfi til að skjóta máli sínu til hæstaréttar.
- Konungsbréf var gefið út í Danmörku um að ekki mætti taka neinn af lífi fyrir galdur fyrr en hæstiréttur Danmerkur hefði rannsakað málið og dæmt það.
- Kóngsbænadagur var fyrirskipaður af konungi fjórði föstudagur eftir páska. Bænadagurinn var afnuminn á Íslandi 1893.
Fædd
breyta- 31. janúar - Hans Egede, danskur trúboði (d. 1758).
- 24. maí - Gabriel Fahrenheit, þýskur læknir og uppfinningamaður (d. 1736).
Dáin
breyta- 11. maí - Otto von Guericke, þýskur vísindamaður (f. 1602).
- 11. nóvember - Loðvík 2. Condé, franskur hershöfðingi (f. 1621).
- 5. desember - Niels Stensen, danskur vísindamaður (f. 1638).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1686.
- Jón Þorláksson, bóndi á Barðanesi, Norðurfirði, hálshogginn á Alþingi fyrir þriðja hórdómsbrot og dulsmál.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.