22. júlí
dagsetning
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
22. júlí er 203. dagur ársins (204. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 162 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1227 - Valdimar sigursæli beið ósigur gegn þýsku greifunum í orrustunni við Bornhöved.
- 1275 - Magnús hlöðulás var kjörinn konungur Svíþjóðar.
- 1298 - Orrustan við Falkirk: Játvarður 1. Englandskonungur vann sigur á skoskum her sem William Wallace stýrði.
- 1456 - Orrustan um Belgrad: Her János Hunyadi stökkti her Mehmets 2. Tyrkjasoldáns á flótta.
- 1513 - Kristján 2. varð konungur Danmerkur og Noregs.
- 1581 - Áttatíu ára stríðið hófst: Norðurhéruð Niðurlanda sóru afneitunareiðinn og sögðu sig úr lögum við Filippus 2. Spánarkonung.
- 1627 - Englendingar, undir stjórn Buckinghams hertoga, réðust á Réeyju til stuðnings húgenottum í La Rochelle.
- 1686 - New York-borg og Albany fengu borgarréttindi.
- 1705 - Magnús Sigurðsson í Bræðratungu var dæmdur til að borga Árna Magnússyni 300 dali fyrir hneykslanleg ófrægðarbréf.
- 1711 - Pétri mikla tókst að sleppa úr herkví Tyrkja með því að múta yfirmanni herliðsins.
- 1910 - Zeppelin-loftfar flaug í fyrsta skipti.
- 1929 - Landakotskirkja í Reykjavík var vígð.
- 1942 – Helförin í Póllandi: Kerfisbundnir flutningar á gyðingum hófust frá Varsjá.
- 1977 - Deng Xiaoping endurheimti stöðu sína í kínverska kommúnistaflokknum eftir að hafa verið hrakinn þaðan af fjórmenningagenginu árið áður.
- 1984 - Handleggur Litlu hafmeyjunnar í Kaupmannahöfn var sagaður af.
- 1986 - Útvarpsstöðin DZMM-AM hóf göngu sína á Filippseyjum.
- 1987 - Palestínski skopmyndateiknarinn Naji al-Ali var skotinn í London.
- 1991 - Bandaríski hnefaleikamaðurinn Mike Tyson var ákærður fyrir að hafa nauðgað fegurðardrottningunni Desiree Washington þremur dögum fyrr.
- 1991 - Raðmorðinginn Jeffrey Dahmer var handtekinn eftir að líkamsleifar 11 manna fundust í íbúð hans í Milwaukee.
- 1992 - Pablo Escobar flúði úr fangelsi við Medellín í Kólumbíu.
- 1999 - Fyrsta útgáfa MSN frá Microsoft kom út.
- 2003 - Uday og Qusay Hussein, synir Saddams Hussein, voru drepnir eftir umsátur í Írak.
- 2004 - Um 40 létust þegar hraðlest milli Istanbúl og Ankara fór út af sporinu.
- 2006 - Knattspyrnuleikvangurinn Emirates Stadium var vígður í London.
- 2009 - Lengsti sólmyrkvi á 21. öld sást frá Asíu og Kyrrahafi og stóð í 6 mínútur og 38,8 sekúndur.
- 2010 - Alþjóðadómstóllinn í Haag lýsti því yfir að sjálfstæðisyfirlýsing Kosóvó bryti ekki í bága við alþjóðalög.
- 2010 - Netsamfélagið Facebook tilkynnti að fjöldi notenda væri orðinn hærri en 500 milljónir.
- 2011 - Mannskæð hryðjuverk voru framin í Noregi, fyrst með sprengjuárás á stjórnarbyggingar í Osló og skömmu síðar með skotárás á samkomu ungmennahreyfingar í Útey. Að minnsta kosti 76 létu lífið. Öfgamaðurinn Anders Behring Breivik er handtekinn fyrir að standa á bak við árásirnar.
- 2011 - Eden í Hveragerði brann til kaldra kola.
- 2016 - Japanska fyrirtækið Funai framleiddi síðasta vídeótækið.
- 2016 - Skotárásin í München 2016: 18 ára piltur af írönskum uppruna hóf skothríð við McDonald's-stað í München. 10 létust, þar á meðal árásarmaðurinn sjálfur.
Fædd
breyta- 1201 - Jóhanna Skotadrottning, kona Alexanders 2. (d. 1238).
- 1478 - Filippus 1. Kastilíukonungur (d. 1506).
- 1510 - Alessandro de' Medici, hertogi af Flórens (d. 1537).
- 1519 - Innósentíus 9. páfi (d. 1591).
- 1535 - Katarína Stenbock, drottning Svíþjóðar, kona Gústafs Vasa (d. 1621).
- 1832 - Colin Archer, norskur skipaverkfræðingur (d. 1921).
- 1890 - Rose Fitzgerald Kennedy, ættmóðir Kennedyfjölskyldunnar (d. 1995).
- 1896 - Tryggvi Ófeigsson, íslenskur útgerðarmaður og athafnamaður (d. 1987).
- 1901 - Guðni Jónsson, íslenskur sagnfræðingur (d. 1974).
- 1923 - Bob Dole, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2021).
- 1924 - Elías Mar, íslenskur rithöfundur (d. 2007).
- 1926 - Steindór Hjörleifsson, íslenskur leikari (d. 2012).
- 1944 - Rick Davies, breskur tónlistarmaður (Supertramp).
- 1946 - Danny Glover, bandarískur leikari.
- 1955 - Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, íslendur rithöfundur.
- 1960 - Torben Grael, brasilískur siglingamaður.
- 1964 - John Leguizamo, bandarískur leikari.
- 1968 - Vala Þórsdóttir, íslensk leikkona.
- 1968 - Rhys Ifans, velskur leikari.
- 1970 - Kristófer Helgason, útvarpsmaður á Bylgjunni.
- 1973 - Rufus Wainwright, kanadísk-bandarískur söngvari og lagahöfundur.
- 1973 - Herbert Sveinbjörnsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 1974 - Paulo Jamelli, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1978 - A.J. Cook, kanadísk leikkona.
- 1982 - Yuzo Tashiro, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Haukur Hilmarsson, íslenskur aðgerðasinni (d. 2018).
- 1992 - Selena Gomez, bandarísk leikkona.
- 2013 - Prins Georg af Cambridge.
Dáin
breyta- 1245 - Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi Ásbirninga á Sturlungaöld (f. 1208).
- 1461 - Karl 7. Frakkakonungur (f. 1403).
- 1636 - Magnús Ólafsson, prestur og skáld í Laufási (f. um 1573).
- 1676 - Klemens 10., páfi (f. 1590).
- 1684 - Gísli Þorláksson biskup á Hólum (f. 1631).
- 1832 – Napóleon 2., sonur Napóleons Bónaparte (f. 1811).
- 1868 - Pétur Duus, danskur kaupmaður (f. 1795).
- 1908 - Randal Cremer, enskur stjórnmálamaður (f. 1828).
- 1950 - William Lyon Mackenzie King, kanadískur stjórnmálamaður (f. 1874).
- 1956 - Þórarinn Böðvar Egilson, íslenskur útgerðarmaður (f. 1881).
- 1967 - Carl Sandburg, bandarískur rithöfundur (f. 1878).
- 1971 - Kolbrún Jónsdóttir, íslenskur myndhöggvari (f. 1923).
- 1974 - Þorleifur Þorleifsson, íslenskur ljósmyndari og teiknari (f. 1917).
- 1979 - Stein Rokkan, norskur stjórnmálafræðingur (f. 1921).
- 2005 - Jean Charles de Menezes, brasilískur rafvirki (f. 1978).
- 2016 - Sigríður Eyþórsdóttir, íslensk leikkona (f. 1940).
- 2019 - Li Peng, fyrrum forsætisráðherra Kína (f. 1928).