Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                

Rómversk goðafræði

Rómversk goðafræði fjallar um trúarbrögð Rómverja til forna. Hvað varðar goðafræðina sjálfa, það er hvaða goð eru tilbeðin, má segja að þeir hafi að miklu leyti gert gríska goðafræði að sinni eigin. Nöfnin eru oftast önnur en goðin eru engu að síður oft talin þau sömu eða urðu þau sömu eftir því sem grísk menning varð áhrifameiri í Rómaveldi. Einnig tóku þeir upp goð margra annarra þjóða sem þeir náðu yfirráðum yfir. Rómverjar áttu þó sín eigin goð (sem runnu oftast vel inn í gríska jafningja sína) og gerðu skýran greinarmun á sínum eigin og þeim sem þeir tóku upp eftir öðrum. Þeirra eigin goð kölluðu þeir di indigetes en þau innfluttu de novensides. Þrátt fyrir mörg sameiginleg goð var iðkun trúarbragðanna og hugsunin á bak við þau oft á tíðum mjög ólík því sem var í Grikklandi. Rómverjar gerðu mikið af því að tengja goðin við mannfólkið og áttu margar sögur um uppruna sinn og borgar sinnar, hvernig mætti rekja hana til goðanna. Þeir áttu hins vegar ekki mikið af sögum um goðin að gera mannlega hluti, sem Grikkirnir áttu aftur á móti.

Tenglar

breyta
  • „Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?“. Vísindavefurinn.
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.