Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Blekinge

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir staðsetningu Blekinge
Kort.

Blekinge er sögulegt sænskt hérað í suðurhluta Svíþjóðar. Það er minnsta héraðið á meginlandinu en það er 2.941 ferkílómetrar. Íbúar voru um 160.000 árið 2019. Það á landamæri að Smálöndum í norðri og Skáni í vestri og strönd að Eystrasalti í suðri. Nafnið er dregið af atviksorðinu bleke sem merkir „logn“. Höfuðstaður héraðsins er Karlskrona.

Héraðið var hluti af Danmörku fram að Hróarskeldufriðnum 1658 og þar giltu skánsku lög. Höfuðstaðir héraðsins voru þá Sölveborg og Kristianopel. Eftir valdatöku Svía reistu þeir Karlskrona og Karlshamn. Karlskrona hefur öldum saman verið helsta flotastöð Svíþjóðar og er nú höfuðstöðvar sænska sjóhersins.

Skerjagarðurinn við Blekinge hefur ótal eyjar og sker. Granít og gneis eru algengar bergtegundir.

Þéttbýlisstaðir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Svíþjóðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.