Etna
Útlit
Etna (latína: Aetna; einnig þekkt sem Muncibeddu á sikileysku eða Mongibello á ítölsku, sem er samsetning latneska orðsins mons og arabíska orðsins gebel sem bæði merkja „fjall“) er virk eldkeila á austurströnd Sikileyjar við Messínasund á Suður-Ítalíu. Etna er hæsta virka eldfjall Evrópu og nær í 3.357 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún er líka hæsta fjall Ítalíu sunnan Alpafjalla. Etna er með virkustu eldfjöllum jarðar og eldsumbrot í fjallinu eru nánast stöðug. Árið 2013 var eldfjallinu bætt á lista yfir heimsminjaskrá UNESCO.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Etnu.