Fornenska
Fornenska (Englisc) var germanskt tungumál sem varð til úr máli Saxa og Engla, sem komu til Englands nokkru eftir að Rómverjar hurfu þaðan. Saxar og Englar komu frá Neðra-Saxlandi og Slésvík.
Þróun
[breyta | breyta frumkóða]Germanskur uppruni
[breyta | breyta frumkóða]Mestu áhrif að mótun fornensku í orðaforða og myndun setninga komu frá arfleifð germanskra mála.
Eins og mörg germönsk mál var sterk fallbeyging í fornensku. Hún beygðist í fjórum föllum; nefnifalli, þolfalli, þágufalli, eignarfalli. Auk þess var tækisfall stundum notað í fornensku.
Fornenskar bókmenntir
[breyta | breyta frumkóða]Merkar bókmenntir eru til á fornensku, t.d. Bjólfskviða. Meðal helstu rithöfunda má nefna Alfreð mikla, öðru nafni Elfráð ríka og Ælfric eða Elfrík munk.
Fornenska og íslenska
[breyta | breyta frumkóða]Fornensku svipar til nútíma íslensku að mörgu leyti en nútíma enska varð fyrir miklum áhrifum frá frönsku eftir að Normannar náðu völdum á Englandi 1066. Fyrir neðan er tafla með nokkrum dæmum um skyldleika málanna:
Enska | Fornenska | Íslenska |
---|---|---|
age | ealdor | aldur |
appearance | onsyn | ásýnd |
art | list | list |
bane | bana | bani |
bow | boga | bogi |
commander | heretoga | herforingi |
embrace | fæðmian | faðma |
entry | ongang | inngangur |
happiness | sæl | sæla |
know | cunnan | kunna |
neck | hals | háls |
peace | frið | friður |
whale | hwæl | hvalur |
nation | þeod | þjóð |
giant | eoten | jötunn |
earth | eorþe | jörð |
|
|
Frekari fróðleikur
[breyta | breyta frumkóða]- Peter S. Baker, Introduction to Old English, Oxford 2003, ISBN 0-631-23454-3.
- A. Campbell, Old English Grammar, Oxford 1959.
- Fausto Cercignani, The Development of */k/ and */sk/ in Old English, Journal of English and Germanic Philology 82 (1983), 313–323.
- J. R. Clark Hall and H. D. Merritt, A Concise Anglo-Saxon Dictionary, Cambridge 1969.
- Charles F. Hockett, The stressed syllabics of Old English, Language 35 (1959), 575–597.
- Otto Jespersen, A Modern English Grammar on Historical Principles, Copenhagen 1909–1949.
- Sherman M. Kuhn, On the Syllabic Phonemes of Old English, Language 37 (1961), 522–538.
- Roger Lass, Old English: A historical linguistic companion, Cambridge 1994, ISBN 0-521-43087-9.
- Bruce Mitchell and Fred C. Robinson, A Guide to Old English, Oxford 2001, ISBN 0-631-22636-2.