François Hollande
François Hollande | |
---|---|
Forseti Frakklands | |
Í embætti 15. maí 2012 – 14. maí 2017 | |
Forsætisráðherra | Jean-Marc Ayrault Manuel Valls Bernard Cazeneuve |
Forveri | Nicolas Sarkozy |
Eftirmaður | Emmanuel Macron |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 12. ágúst 1954 Rúðuborg, Frakkland |
Stjórnmálaflokkur | Sósíalistaflokkurinn |
Maki | Ségolène Royal (1978–2007), Valérie Trierweiler (2007–2014), Julie Gayet (2014–) |
Trúarbrögð | Trúleysi[1] |
Háskóli | HEC Paris, Institut d'études politiques de Paris |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
François Gérard Georges Nicolas Hollande (fæddur 12. ágúst 1954) var 24. forseti Frakklands og gegndi þeirri stöðu frá þeim 15. maí 2012 til 14. maí 2017. Hann tilheyrir Sósíalístaflokknum. Hollande er fæddur í borginni Rúðuborg í Frakklandi.
Hollande hóf stjórnmálaferil sinn sem ráðgjafi hins nýkjörna François Mitterrand Frakklandsforseta árið 1981 og gerðist síðar aðstoðarmaður talsmanns Mitterrand-stjórnarinnar, Max Gallo. Hann var kjörinn á franska þjóðþingið árið 1988 og varð fyrsti ritari franska Sósíalistaflokksins árið 1997. Eftir að sósíalistar unnu héraðskosningar í Frakklandi árið 2004 var Hollande orðaður við forsetaframboð og sagði því af sér sem aðalritari. Hann var kjörinn til að taka við forsetaembætti franska héraðsráðsins í Corrèze af Jean-Pierre Dupont árið 2008. Árið 2011 tilkynnti Hollande að hann yrði forsetaframbjóðandi Sósíalistaflokksins í kosningunum árið 2012. Hann vann tilnefningu flokksins og sigraði sitjandi forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, í forsetakosningunum þann 6. maí 2012 með 51.7% greiddra atkvæða.[2]
Á forsetatíð sinni lögleiddi Hollande hjónaband samkynhneigðra, dró franska hermenn út úr stríðinu í Afganistan,[3][4] og gerði samninga um stefnu Evrópusambandsins við Þýskaland. Forsetatíð hans einkenndist einnig af hryðjuverkum sem framin voru í Frakklandi, sérstaklega skotárásinni á Charlie Hebdo í janúar 2015, hryðjuverkaárásum í París í nóvember sama ár og árás í Nice á Bastilludag árið eftir. Hollande sendi einnig franska hermenn til Malí og Mið-Afríkulýðveldisins með samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til þess að koma á stöðugleika í ríkjunum. Almennt eru hernaðaraðgerðir Frakka í þessum löndum taldar hafa skilað góðum árangri. Hins vegar var Hollande gagnrýndur, sérstaklega af vinstrisinnuðum stuðningsmönnum sínum, fyrir að styðja inngrip Sáda í borgarastyrjöldina í Jemen.[5][6][7] Á valdatíð Hollande varð Frakkland einnig vinsælasti ferðamannastaður í heimi[8][9][10] og stutt var við frjálsa verslun og takmörkun á ríkisafskiptum af fjármálum.[11][12] Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í París árið 2015 og Hollande tókst að fá samþykki fyrir því að Sumarólympíuleikarnir 2024 verði haldnir í borginni.
Atvinnuleysi varð hins vegar mikið í stjórnartíð Hollande og náði allt að tíu prósentum í desember árið 2016.[7][13] Auk þess leiddu innanríkisvandamál[14] vegna hryðjuverkaárása til þess að vinsældir Hollande tóku miklar sveiflur uns hann var orðinn einn óvinsælasti forseti í sögu Frakklands.[15][16][17] Þann 1. desember 2016 tilkynnti Hollande að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum ársins 2017 og lýsti síðar yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem vann kosningarnar og tók við af Hollande sem forseti sama ár.[18][19] Hollande er fyrsti forseti fimmta lýðveldisins sem hefur látið af störfum eftir eitt kjörtímabil án þess að sækjast eftir endurkjöri.
Hollande bauð sig fram á franska þingið fyrir Nýju alþýðufylkinguna í þingkosningum Frakklands árið 2024.[20] Hollande náði kjöri í seinni umferð kosninganna með 43% atkvæða í kjördæminu Correze.[21]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Duchemin, Rémi (23. janúar 2014). „François Hollande, un athée très discret“. Europe1.fr (franska). Europe 1. Sótt 13. júlí 2014.
- ↑ „Frakkar kjósa breytingar“. Morgunblaðið. 7. maí 2012. Sótt 20. mars 2018.
- ↑ Chrisafis, Angélique (13. janúar 2013). „Mali: high stakes in 'Hollande's war'“. The Guardian. London. Sótt 2. febrúar 2013.
- ↑ Fouquet, Helene (26. janúar 2012). „Socialist Hollande Pledges Tax Breaks End, Eased Pension Measure“. Bloomberg. Sótt 6. maí 2012.
- ↑ „EU must be firm on 'hard' Brexit, says Hollande“. Sky News (bresk enska). Sótt 4. desember 2016.
- ↑ Chrisafis, Angelique (7. október 2016). „UK must pay price for Brexit, says François Hollande“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ 7,0 7,1 Horobin, William (1. desember 2016). „French President François Hollande Says He Won't Run for Re-Election“. Wall Street Journal. ISSN 0099-9660. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Tourism is a Top Priority for President François Hollande's Administration | US Media“. us.media.france.fr. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Tourism in France takes fresh hit from recent terror attacks - France 24“. France 24 (bandarísk enska). 7. ágúst 2016. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Disappointing growth, suffering tourism - Understand France“. Understand France (bandarísk enska). 3. ágúst 2016. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „France Economy: Facts, Population, GDP, Unemployment, Business, Trade“. www.heritage.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember 2016. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „The World Factbook — Central Intelligence Agency“. www.cia.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júní 2018. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Bowing Out, Francois Hollande Leaves Successor To Fix French Economy“. NDTV.com. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Why is François Hollande so unpopular in France?“. RFI (bresk enska). 6. maí 2013. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ Chrisafis, Angelique (29. október 2013). „François Hollande becomes most unpopular French president ever“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Nearly 90 percent of the French now disapprove of their president“. Washington Post. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Francois Hollande now the most unpopular president in French history“. Mail Online. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „French President Francois Hollande says he will not seek second term“. ABC News (áströlsk enska). 2. desember 2016. Sótt 4. desember 2016.
- ↑ „Après l'échec de Hamon, Hollande se met en marche pour Macron“. Le Figaro (franska). 24. apríl 2017. Sótt 9. maí 2017.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (16. júní 2024). „Fyrrverandi forseti býður sig fram til þings og varar við hægri sveiflu“. RÚV. Sótt 10. júlí 2024.
- ↑ Róbert Jóhannsson (7. júlí 2024). „Sigurreifur Melenchon vill stjórnarmyndunarumboð“. RÚV. Sótt 10. júlí 2024.
Fyrirrennari Nicolas Sarkozy |
Forseti Frakklands 2012 — 2017 |
Eftirmaður Emmanuel Macron |