Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Hnúðlaukur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnúðlaukur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. tuberosum

Tvínefni
Allium tuberosum
Rottler ex Spreng. 1825 not Roxb. 1832[1][2]
Samheiti
Samnefni
  • Allium angulosum Lour. 1790, illegitimate homonym not L. 1753
  • Allium argyi H.Lév.
  • Allium chinense Maxim 1859, illegitimate homonym not G.Don 1827
  • Allium clarkei Hook.f.
  • Allium roxburghii Kunth
  • Allium sulvia Buch.-Ham. ex D.Don
  • Allium tricoccum auct. non Blanco
  • Allium tuberosum Roxb. 1832, illegitimate homonym not Rottler ex Spreng. 1825
  • Allium tuberosum f. yezoense (Nakai) M.Hiroe
  • Allium uliginosum G.Don
  • Allium yesoense Nakai
  • Allium yezoense Nakai
  • Nothoscordum sulvia (Buch.-Ham. ex D.Don) Kunth

Allium tuberosum er tegund af laukætt ættuð frá suðvesturhluta Shanxi í Kína, og ræktuð víða annarsstaðar í Asíu og annarsstaðar í heiminum.[3][4]

Allium tuberosum er fjölær jurt sem vex upp af smáum aflöngum lauk (um 10 mm í þvermál), seigur og trefjóttur, upp af kröftugum jarðstöngli. Blöðin eru bandlaga, 1,5 til 8 mm breið, ólíkt bæði matlauk og hvítlauk. Blómstöngullinn er 25 til 60 sm langur og er blómskipunin kúlulaga, með hvítum blómum.[3] Hann vex í hægt stækkandi breiðum, en sáir sér einnig auðveldlega. Á hlýrri svæðum (USDA zone 8 og hlýrri), getur hann verið sígrænn.[5]

Bragðið líkist meir hvítlauk en graslauk.

Upphaflega lýst af Johan Peter Rottler, var tegundinn löglega lýst af Curt Polycarp Joachim Sprengel 1825.A. tuberosum er flokkuð innan Allium í undirættkvísl Butomissa (Salisb.) N. Friesen, deild Butomissa (Salisb.) Kamelin, hóp sem samanstendur einvörðungu af A. tuberosum og A. ramosum L..

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

A. tuberosum kom fram á Síberísku-Mongólsku-Norður Kínversku seppunum,en er víða ræktuð og orðin ílend, Hún hefur verið skráð á dreifðum svæðum í Bandaríkjunum (Illinois, Michigan, Ohio, Nebraska, Alabama, Iowa, Arkansas, Nebraska, og Wisconsin).[6] Hinsvegar er hún talin algengari í Bandaríkjunum vegna aðgengis að fræi og plöntum sem framandi kryddjurt og þess hve ágeng hún er. Tegundin er einnig útbreidd um meginland Evrópu of ágeng annarsstaðar.

Oft ræktuð sem skrautplanta og er fjöldi ræktunarafbrigða. A. tuberosum sker sig úr frá mörgum öðrum lauktegundum vegna seinnar blómgunar. Hún er talin auðveld í ræktun, ýmist af fræi eðaf með skiftingu á hnausunum.[7]

Ýmis afbrigði hafa verið ræktuð fyrir blöð (t.d. 'Shiva') eða blómstöngul (t.d. 'Nien Hua').[8] Á meðan áherslan í Asíu hefur verið á matareiginleika, hefur áhuginn í Norður Ameríku aðallega verið á skrautgildi. 'Monstrosum' er stórt skrautafbrigði.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. WCSPF 2015.
  2. Linnaeus 1825.
  3. 3,0 3,1 Xu, Jiemei; Kamelin, Rudolf V. Allium tuberosum. Flora of China. 24. árgangur – gegnum eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  4. Allium tuberosum. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  5. Soule, J.A. (2016). Month by Month Guide to Gardening in the Southwest. Cool Springs Press.
  6. Snið:BONAP
  7. http://eol.org/pages/1085072/overview
  8. Larkcom & Douglass 2008, p. 80.

Bækur og greinar

[breyta | breyta frumkóða]

Greinar og kaflar

[breyta | breyta frumkóða]