Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Johannes V. Jensen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johannes V. Jensen (1944)

Johannes Vilhelm Jensen (20. janúar 187325. nóvember 1950) var danskur rithöfundur. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1944.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Jensen var læknissonur frá norðanverðu Jótlandi. Hann hugðist sjálfur leggja fyrir sig læknisfræði, en fjármagnaði námið með ritstörfum. Að þremur árum liðnum ákvað hann að snúa sér alfarið að bókmenntunum.

Árið 1901 sendi hann frá sér sögulegu skáldsöguna Fall konungs (danska: Kongens fald) um konunginn Kristján 2. Sú bók var valin mesta skáldverk 20. aldar af dagblöðunum Politiken og Berlingske Tidende árið 1999. Af öðrum vinsælum verkum Jensen mætti nefna sagnaflokkinn Den lange rejse í sex bindum.

Á seinni hluta ferils síns tók Jensen í vaxandi mæli að sinna rannsóknum á dýrafræði með áherslu á þróunarkenningar. Jafnframt sinnti hann þýðingum, þar á meðal á Íslendingasögunum.

Stórt landsvæði á norðanverðu Grænlandi, Johannes V. Jensen land, heitir eftir höfundinum.