Location via proxy:   [ UP ]  
[Report a bug]   [Manage cookies]                
Fara í innihald

Sparta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Getur líka átt við stjórnmálafélagið Sparta, stofnað 1926 í Reykjavík.
Sparta

Sparta (dóríska Σπάρτα, attíska Σπάρτη) er borg á suðurodda Grikklands. Í fornöld var hún höfuðborg borgríkisins Lakedaímón (gríska Λακεδαιμων) sem almennt er kallað Sparta eftir borginni. Á klassíska tímanum var Sparta voldugast allra grísku borgríkjanna og tilraunir Aþeninga til að velta Spörtu úr þeim sessi leiddu til Pelópsskagastríðanna 431 f.Kr. til 404 f.Kr. og ósigri Aþenu. Hoplítar Spörtu biðu sinn fyrsta ósigur í orrustunni við Leuktra gegn Þebverjum 371 f.Kr. og þegar Filippos II frá Makedóníu hóf að leggja Grikkland undir sig var herveldi Spörtu varla nema svipur hjá sjón.

Grikkir rekja upphaf Spörtu til goðsögulegs tíma. Lakedæmón, sonur Seifs er sagður hafa stofnað borgina. Hann giftist bróðurdóttir sinni Spörtu. Veldið nefndi hann eftir sjálfum sér en nefndi höfuðborgina eftir konunni sinni.

Á tímum Trójustríðsins var Menelás Atrifsson Konungur Spörtu en kona hans var Helena Fagra sem París tók með sér til Tróju og kom Trójustríðinu af stað.

 Frá 12. öld f.kr. streymdi inn fólki til Spörtu sem leiddi til þess að Spartverjar þurftu meira af ræktuðu landi til að brauðfæða allt fólkið í borginni. Allir spartverskir karlmenn voru í hernum og stunduðu þeir endalusar heræfingar þegar þeir voru ekki í stríði og þannig gátu þeir haldið yfirráðum sínum. Spartverskar konur stunduðu einnig mikla líkamsrækt því Spartverjar töldu að þannig myndu þær eignast heilbrigð börn. Spartverjar héldu marga þræla, Helóta, sem unnu þá erfiðisvinnu sem þurfti í ríkinu.

Sparta var ásamt Aþenu, Þebu og Kórinþu eitt valdamesta borgríki Grikklands á 6. öld f.kr. Þessi borgríki voru búin að yfirtaka smærri ríki, borgir og sveitir í nágreninu. Aþena og Kórinþa voru öflug sjóveldi, einnig voru öll þessi ríki búin að koma sér vel fyrir og var því verslunin þeirra góð. Aþena og Sparta voru miklir keppinautar og hafði það mikil áhrif á stjórn Grikklands. Borgríkin stóðu þó saman þegar að þeim stafaði ógn utan frá, eins og þegar Xerxes Persakonungur reyndi að gera innrás í Grikkland. Landeigendur héldu sínum völdum í Spörtu og voru völd þeirra treyst í stjórnarskrá Lýkúrgosar. Sparta komst undir varanlega herstjórn með tveimur konungum. Sparta drottnaði yfir öðrum borgríkjum á Pelópsskaga að Argos og Akkaju undanskildum.

Deilur í kjölfar styrjaldar við Persa leiddi til Pelópsskagastríðanna árið 431 f.kr. til 404f.kr. Sparta stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga. Hápunktur Spörtu var frá 6.öld f.kr. fram á 4.öld f.kr. Borgin skiptist í tvo hluta sem hétu Lakónía eða Lakedæmónía og Messenía.

Þegar Pelósskagastríðið var búið var Sparta valdamesta borgríki Grikklands, en örfáum arum síðar hafði veldinu hnignað mikið.

Sparta í dag

[breyta | breyta frumkóða]

Nútímaborgin Sparta stendur nokkrum kílómetrum frá staðnum þar sem borgin stóð til forna. Þar bjuggu árið 2011 um 35.000 manns.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.