Exporting human rights. Homonationalism, historical discourses of the utopian North and the creation of a gay paradise As the LGBTI+ rights movement in Iceland has gained various successes in the last three decades, its achievements have...
moreExporting human rights. Homonationalism, historical discourses of the utopian North and the creation of a gay paradise
As the LGBTI+ rights movement in Iceland has gained various successes in the last three decades, its achievements have increasingly been used to create a positive image of the country. This emphasis has increased, if anything, as the tourism industry has become more dominant within the country. The idea of Iceland as a queer paradise, or more particularly a gay paradise, has become prominent partly because it is congruent with the picture painted of Iceland in books, documentaries and newspaper and magazine articles in the last few centuries. In this instance, it is noteworthy that the image creators have begun using a marginalized group that was, until recently, demonized and ostracized.
The subject of this article is the gay paradise as it appears in the dominant discourse, with an emphasis on the City of Reykjavík’s 2012 bid to host a large LGBTI+ sporting event, the World Outgames. The article places the gay paradise in a historical context by examining historical discourses surrounding utopias in the North and contemporary transnational homonationalist discourses. In the past 10–15 years queer theorists have noticed that lesbians and gay men seem to have gained access to the nation. They are no longer seen as “other”, foreign and abnormal, while other marginalized groups have taken their place, notably Muslims and people from the Middle East. These two different discourses have facilitated the emergence of ideas like that of the Icelandic gay paradise, which seem natural on the surface but are riddled with contradictions. Not only does this paradigm erase queer Muslims and queer people from the Middle East, but it also excludes other queer people, for instance, trans people, intersex people, and bi-, pan and asexual people. The Icelandic gay utopia bears witness to a greater quality of life for a historically marginalized group but it is also centralizes one minority group at the expense of others, like so many discourses surrounding homosexuality have done in the past.
***
Að flytja út mannréttindi. Hinsegin paradísin Ísland í ljósi samkynhneigðrar þjóðernishyggju og sögulegra orðræðna um fyrirmyndarsamfélög í norðri
Samfara stórstígum framförum í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu
þremur áratugum hefur færst í vöxt að réttindi hinsegin fólks á Íslandi séu notuð til þess að skapa Íslandi jákvæða ímynd. Þessi áhersla hefur síst minnkað með auknu vægi ferðaþjónustunnar í landinu. Hugmyndin um Ísland sem hinsegin paradís, samkynhneigða paradís nánar tiltekið, hefur því fengið byr undir báða vængi enda er hún er að mörgu leyti í samræmi við þá mynd sem dregin hefur verið upp af Íslandi í bókum, blaðagreinum og heimildarmyndum síðustu aldirnar. Þó vekur athygli að ímyndarsmiðirnir nota í þessu tilviki jaðarsettan hóp sem þar til nýlega var úthrópaður og meðlimum hans útskúfað úr samfélaginu.
Hér er fjallað um Ísland sem samkynhneigða paradís eins og sú hugmynd birtist í ríkjandi orðræðu og sérstök áhersla lögð á umsókn Reykjavíkurborgar um að halda stórt hinsegin íþróttamót, World Outgames, árið 2017. Paradísin er sett í sögulegt samhengi og skoðuð bæði í ljósi sögulegra orðræðna um fyrirmyndarsamfélög í norðri og þverþjóðlegra orðræðna um samkynhneigða þjóðernishyggju (e. homonationalism). Á síðustu 10–15 árum hafa fræðimenn veitt því athygli að samkynhneigðir tilheyri ekki lengur hópi „hinna“, það er hinna framandi og afbrigðilegu, heldur teljist nú í hópi „okkar“. Þeir hafi með öðrum orðum fengið aðgang að þjóðinni en múslimar og fólk frá Miðausturlöndum hafi tekið þeirra stað sem „hinir“. Saman búa þessar tvær orðræður til farveg fyrir hugmyndir eins og samkynhneigða fyrirmyndarlandið Ísland. Það fyrirbæri er þó óneitanlega mótsagnakennt,
enda má finna hinsegin fólk meðal múslima og Miðausturlandabúa og einnig skilur innlimun góðra samkynhneigðra borgara í þjóðina annað hinsegin fólk eftir utan þjóðarímyndarinnar, svo sem trans fólk, intersex fólk og tví-, pan- og eikynhneigða. Þessi jákvæða ímynd af samkynhneigða fyrirmyndarlandinu er þannig birtingarmynd breyttra tíma en þó er hún einnig takmarkandi og hampar ákveðnum hópi á kostnað annarra líkt og svo margar orðræður um samkynhneigð hafa gert í gegnum tíðina.